Hollywoodstjörnur eiga von á öðru barni

Jesse Plemons og Kirsten Dunst.
Jesse Plemons og Kirsten Dunst. mbl.is/AFP

Hollywoodleikkonan Kirsten Dunst á von á öðru barni sínu með unnusta sínum, leikaranum Jesse Plemons. Dunst opinberaði myndarlega óléttukúluna á myndum tímaritsins W í vikunni. 

Dunst og Plemons eiga son sem fæddist árið 2018. Rétt eins og þá opinberaði hún óléttuna í kjól frá bandaríska lúxusmerkinu Rodarte. Í þetta sinn birtist myndin í tímaritinu W og var það engin önnur en leikstjórinn Sofia Coppola sem stjórnaði myndatökunni. 

Bring it On-stjarnan er 38 ára gömul. Hún byrjaði með Plemons árið 2016 en þau fóru bæði með hlutverk í sjónvarpsþáttunum Fargo. Þau trúlofuðu sig árið 2017 og ári seinna kom frumburður þeirra í heiminn. 

View this post on Instagram

A post shared by W Magazine (@wmag)

mbl.is