Langar í þriðja barnið

Andrew East og Shawn Johnson langar að bæta þriðja barninu …
Andrew East og Shawn Johnson langar að bæta þriðja barninu við. Skjáskot/Instagram

Fimleikastjarnan Shawn Johnson er rúmlega hálfnuð á meðgöngunni með sitt annað barn en er strax farin að hugsa um að eignast það þriðja. Johnson og eiginmaður hennar Andrew East eiga dótturina Drew sem verður tveggja ára á þessu ári. 

„Ég er rúmlega hálfnuð með þessa meðgöngu og ég sé fyrir mér að ég geri þetta aftur,“ sagði Johnson í viðtali við Us Weekly. East grínaðist með að hann langaði eiginlega bara í 20 börn í framtíðinni. 

„Ég held það fari eftir því hvaða kyn við fáum núna. Við sjáum til. En miðað við hvernig gengur núna með dóttur okkar Drew, og hversu gaman það er, þá myndi ég elska að eignast fleiri. Ég er á því tímabili núna,“ sagði Johnson.

mbl.is