Óhugnanlegt að greinast á meðgöngu

Karolina Kurkova á von á barni.
Karolina Kurkova á von á barni. REUTERS

Ofurfyr­ir­sæt­an Karol­ina Kur­kova á von á sínu þriðja barni með eig­in­manni sín­um Archie Drury. Kurkova fékk kórónuveiruna á meðgöngunni sem var ekki skemmtileg lífsreynsla þó svo hún yrði ekki mjög veik. 

„Það var óhugnanlegt þegar ég komst að því að ég var með Covid, sérstaklega þar sem ég þekkti ekki neina sem hafði fengið veiruna ólétt,“ sagði Kurkova um að greinast með kórónuveiruna á meðgöngu í viðtali við Babe by Hatch. „Ég man að við vorum ekki með einkenni en ákváðum að fara í sýnatöku og auðvitað fengum við „jákvæðar“ niðurstöður.“

Kurkova var í fyrstu hrædd en fylltist svo krafti og hugsaði á fullu um fjölskylduna og samt ólétt. Sem betur fer urðu þau ekkert meira en aðeins slöpp. 

„Það er mikill bónus að núna lítur út fyrir að barnið verði með mótefni, sem er mikill léttir,“ segir Kurkova sem hefur lesið um konur sem hafa fætt börn með mótefni við veirunni.

mbl.is