Fermingarkertin gera mikið fyrir veisluborðið

Vaiva gerir klassísk fermingarkerti á nýjan hátt.
Vaiva gerir klassísk fermingarkerti á nýjan hátt.

Grafíski hönnuðurinn Vaiva Straukaité, eigandi Studio Vast, hefur alltaf haft áhuga á hönnun og skrautritun. Hún gerir nútímaleg fermingarkerti á veisluborð landsmanna.

Markmið Vaivu Straukaité í starfi er að blanda grafískri hönnun, listritun og handgerðri sköpun til að búa til einstaka upplifun. Hún gerir fermingarkerti sem eru viðbót við nútímalegt veisluborð.

„Eftir útskrift úr myndlistarskóla á Akureyri vann ég á auglýsingastofu í tvö ár. Ég var alltaf mjög skapandi og vildi leggja mig meira fram í sköpun, hafði mikla ástríðu fyrir að læra eitthvað nýtt, hafa þekkingu á viðskiptaheiminum og langaði að prufa að vinna sjálfstætt. Áhugi á skrautritun og leturgerðum leiddi mig á ýmis námskeið, bæði hérlendis og í Bandaríkjunum, þar sem ég féll algjörlega fyrir nútímalegri skrautritun (e. modern calligraphy).“

Klassískt fermingarkerti sem er einfalt og fallegt.
Klassískt fermingarkerti sem er einfalt og fallegt.

Nútímaleg skrautritun heillar

Á heimasíðunni hennar er hægt að panta sérmerkt kerti, gestabækur, boðskort, borðmerkingar og ýmislegt annað fyrir skírn, fermingu og brúðkaup. Einnig er hægt að fá tækifæriskort, gjafapappír, taupoka eða sérvalda gæðapenna fyrir nútímalega skrautritun og teikningar. Það kom henni sérstaklega á óvart hvað mikill áhugi er á skrautritun í landinu. „Það var þörf á markaðnum fyrir nýjungar og ákvað ég því að uppfæra hið klassíska í eitthvað nútímalegt.“ Vaiva segir fólk leggja mikið upp úr upplifun gesta og fjölskyldunnar í fermingarveislunni. „Kertin, kökurnar og skreytingarnar gera veisluborðið svo rómantískt og fallegt. Ég mæli með að hafa einfaldleika og ferskleika í veislum fyrir unga fólkið og leyfa litlu hlutunum að njóta sín. Það er fallegt að hafa skilti sem segja: Velkomin. Falleg, einföld kertamerking ásamt gestabók með skrautritun er orðin hluti af hefðinni.“

Það hefur lengi verið vinsælt að vera með skrautskrift.
Það hefur lengi verið vinsælt að vera með skrautskrift.
Það getur verið gaman að hafa allt í stíl í …
Það getur verið gaman að hafa allt í stíl í fermingunni.
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.990 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »