Vill McDonalds frekar en salat

Ellie Goulding nýtur mikilli vinsælda.
Ellie Goulding nýtur mikilli vinsælda. EPA

Tónlistarkonan Ellie Goulding er ólétt að sínu fyrsta barni með eiginmanni sínum Caspar Jopling.

Goulding, sem er 34 ára, segist hafa miklar löngun í Weetabix og sardínur á meðgöngunni. Þá togar McDonalds meira í hana en salat. 

„Ég borðaði alltaf heilsusamleg salöt og hnetur og fræ í morgunmat en allt í einu vildi ég bara McDonalds,“ sagði söngkonan í viðtali við Vogue og viðurkennir að óléttan hafi gert sig mannlegri en Goulding er þekkt fyrir að leggja mikið á sig í heilsusamlegum lífsstíl.

„Það sem þetta barn gerði þegar það yfirtók líkama minn var að segja: Oj, nei, ég vil ekki spergilkál eða spínat. Ég vil bara sykur og kolvetni.“

Þá fagnar Goulding því að vera komin með stærri afturenda.

Í viðtali við Stella Magazine sagði hún „Ég hef alltaf verið með líkama hlauparans. En nú hef ég stærri afturenda og frekar góð brjóst.“

Það var tilviljun sem réð því að Goulding komst að því að hún væri ólétt. „Ég hélt að ég væri að upplifa járnskort og fór í blóðprufur sem komu vel út en prógesterónið mældist mjög hátt. Þá varð æ erfiðara að stunda líkamsrækt. Það gaf til kynna að eitthvað væri í gangi.“mbl.is