Þetta gerir Camilla fyrir barnabörnin

Camilla er góð amma.
Camilla er góð amma. AFP

Camilla hertogaynja af Cornwall, eiginkona Karls Bretaprins, er almennileg amma sem les fyrir barnabörnin. Camilla leggur áherslu á að lesa með börnum og segir það skipta miklu máli. Páskarnir eru tilvaldir til lesturs.  

„Ég las fyrir börnin mín og núna les ég fyrir barnabörnin mín. Ég elska það. Ég las fyrir þau þegar þau voru pínulítil,“ segir Camilla en hún segir að eftir því sem börnin verða eldri lesi þau fyrir hana. 

Hertogaynjan mælir til dæmis með The Explorer eftir breska höfundinn Katharine Rundell. Sagði hún barnabörnin ekki geta lagt bókina frá sér. Einnig mælir hún með bókinni Moorland Mousie eftir Golden Gorse. Hún vonast til þess að börn í dag taki jafn vel í bókina og hún gerði þegar hún var yngri. 

Hin 73 ára Camilla á heilan her af barnabörnum eða níu. Hún og fyrrverandi eiginmaður hennar Andrew Parker Bowles eignuðust tvö börn sem eiga samtals fimm börn. Hún eignaðist tvö stjúpbörn þegar hún gekk í hjónaband með Karli Bretaprinsi en synir Karls eiga samtals fjögur börn og er það fimmta á leiðinni. 



mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert