Donald Trump stoltur afi

Donald Trump ásamt barnabörnum.
Donald Trump ásamt barnabörnum. Skjáskot/Instagram

Donald Trump hefur meiri tíma til þess að vera með afabörnum sínum nú þegar hann er ekki forseti Bandaríkjanna. Forsetinn fyrrverandi naut þess að vera með barnabörnunum sínum í páskafríinu. 

Donald Trump yngri deildi myndum á Instagram sem sýna Trump eldri í essinu sínu með barnabörnum sínum. Trump yngri á fimm börn með fyrrverandi eiginkonu sinni en Donald Trump eldri á samtals tíu barnabörn. 

Forsetinn fyrrverandi var staddur í Flórída um páskana þar sem hann heldur nú heimili. Fór Trump meðal annars í messu auk þess sem hann tók þátt í páskaeggjaleit með barnabörnum sínum. 

mbl.is