Svona heldur Katrín börnunum í skefjum

Það er mikilvægt að fara niður í augnhæð barna til …
Það er mikilvægt að fara niður í augnhæð barna til þess að tengjast þeim. AFP

Katrín hertogynja af Cambridge er sögð vera hlý og góð móðir. Hún er oft á ferli með börnunum sínum, Georgi prins, Karlottu prinsessu og Lúðvíki prins, og margir dást að því hve börnin eru vel upp alin. 

Dr. Rebecca Chicot segir hana tileinka sér nútímaleg uppeldisráð sem eru ólík þeim sem tíðkuðust hér áður fyrr þegar ekki átti að heyrast í börnum.  

Létt klapp á höfuðið

Katrín hafði góða stjórn á krakkaskaranum í brúðkaupi systur sinnar …
Katrín hafði góða stjórn á krakkaskaranum í brúðkaupi systur sinnar Pippu Middleton. JUSTIN TALLIS

Í brúðkaupi Pippu Middleton árið 2017 var Georg prins (þá sex ára) byrjaður að vera nokkuð ódæll. Katrín snerti hann laust á höfuðið til þess að minna hann á að haga sér vel auk þess sem hún sussaði á hann þegar athöfnin var að byrja. 

„Það að hjálpa börnum að sjá muninn á réttu og röngu er mikilvægur þáttur í því að vera gott foreldri. Það er mjög erfitt fyrir foreldra að þurfa að ala upp börn á almannafæri,“ segir dr. Chicot. „Hún virðist vera mjög góð í að nálgast börnin með snertingu og nær þannig að tengjast þeim.“

Fer í þeirra augnhæð

Þarna fer Katrín í augnhæð barnanna til að ná sambandi …
Þarna fer Katrín í augnhæð barnanna til að ná sambandi við þau. AFP

Bæði Katrín og Vilhjálmur eru dugleg að beygja sig niður til þess að ná augnsambandi við börnin sín á meðan þau tala við þau. 

„Hún ætlast ekki til þess að börnin hagi sér eins og fullorðnir og veit að það er eðlilegt að börn taki reiðiköst einhvern tímann á ævinni,“ segir Chicot.

Leyfir þeim að gera asnastrik

Karlotta ullaði og móðir hennar tók því nokkuð létt.
Karlotta ullaði og móðir hennar tók því nokkuð létt. AFP

Margir lofuðu Katrínu í hástert fyrir það hvernig hún brást við þegar Karlotta prinsessa ullaði á almannafæri árið 2019. Í stað þess að skamma hana hló hún og hvatti hana til þess að vinka til fólksins. 

Leggur áherslu á mál sitt með handahreyfingum

Katrín hertogynja notar mikið hendurnar til þess að leggja áherslu …
Katrín hertogynja notar mikið hendurnar til þess að leggja áherslu á mál sitt. AFP

Þegar Karlotta prinsessa átti erfitt á ferðalagi kraup Katrín niður til hennar og notaði vísifingurinn til þess að gefa til kynna alvöru málsins. „Þetta gaf til kynna að henni væri alvara án þess þó að reiðast eða dekstra,“ segir dr. Chicot.

Fjölskyldan saman komin í desember síðastliðnum.
Fjölskyldan saman komin í desember síðastliðnum. AFP
mbl.is