Hætt að raka á sér leggina

Katy Perry eignaðist barn síðasta sumar.
Katy Perry eignaðist barn síðasta sumar. AFP

Tónlistarkonan Katy Perry eignaðist sitt fyrsta barn í ágúst í fyrra með leikaranum Orlando Bloom. Það er brjálað að gera hjá Perry og segist hún ekki hafa haft tíma til þess að raka leggina eftir að hún varð móðir.

Perry sagði frá tímaleysinu eftir að hún hreifst af söng Cassöndru Coleman í American Idol um helgina. „Sem nýbökuð móðir hef ég ekki haft mikinn tíma svo ég hætti að raka á mér fæturna en þegar þú söngst uxu hárin á fótunum á mér um nokkra sentímetra,“ sagði Perry og sagðist hafa fengið gæsahúð um allan líkamann. 

Perry hélt áfram með brandarann á Twitter og birti hreyfimynd af hárvextinum. 

mbl.is