Ákváðu að eignast barn saman sem vinir

Þórdís Imsland og Sigurjón Örn Böðvarsson eiga von á barni.
Þórdís Imsland og Sigurjón Örn Böðvarsson eiga von á barni. Skjáskot/Instagram

Voice-stjörnurnar Þórdís Imsland og Sigurjón Örn Böðvarsson eiga von á barni saman. Þórdís og Sigurjón eru ekki í ástarsambandi en ákváðu að stofna fjölskyldu saman. Þórdís og Sigurjón greindu frá gleðifréttunum á samfélagsmiðlum í dag. 

„Við vinirnir hlökkum ekkert smá til að bjóða þessu litla kríli í heiminn í október.

Fjölskyldur eru alls konar og við tókum þá ákvörðun að mynda okkar eigin litlu fjölskyldu. Við höfum eingöngu upplifað stuðning og ást í kringum okkur í þessu ferli og erum við óendanlega þakklát fyrir það.

Þetta kríli mun klárlega verða umvafið ást og kærleika og erum við vægast sagt spennt fyrir komandi tímum,“ skrifa Þórdís og Sigurjón í sameiginlegri tilkynningu. 

Þórdís og Sigurjón tóku bæði þátt í The Voice árið 2017 og hafa starfað í tónlistarbransanum undanfarin ár. Bæði hafa þau líka tekið þátt í Söngvakeppni sjónvarpsins.

Barnavefurinn óskar þeim innilega til hamingju!

mbl.is