Fegin að hafa ekki eignast barn með Hefner

Hugh Hefner ásamt tveimur af kærustum sínum, þeim Bridget Marquardt …
Hugh Hefner ásamt tveimur af kærustum sínum, þeim Bridget Marquardt og Holly Madison á áttræðisafmæli hans í Róm árið 2006. AFP

Holly Madison, fyrrverandi kærasta Playboy-kóngsins Hughs Hefners, segist vera ánægð með að hafa ekki eignast barn með Hefner. Madison opnaði sig um lífið á Playboy-setrinu í hlaðvarpsþættinum Call Her Daddy.

„Ég varð að sofa hjá honum fyrst,“ sagði Holly um hvernig það var að flytja inn á Playboy-setrið. „Ég er ekki að reyna að smána einhverja eða eitthvað en engum er boðið að flytja inn nema hafa sofið hjá honum.“

Hún segir kynlífið með Hefner hafa verið frekar leiðinlegt og hefðbundið. Hún er þakklát fyrir að hafa ekki orðið ólétt eftir hann. Þau reyndu að eignast barn og fóru meðal annars í tæknifrjóvgun en ekkert gekk. 

„Ég vissi að það var vegna hans. Ég var heilbrigð. Hann var bara of gamall,“ sagði Madison sem er 41 árs í dag. Þegar hún áttaði sig á að hún gæti ekki eignast barn með Hefner varð henni ljóst að lífið á Playboy-setrinu væri eins og dauðadómur.

Madison var í sambandi með Hefner frá 2001 til 2008. Playboy-kóngurinn dó í september 2017, þá 91 árs gamall. Hefner átti fjögur börn. Madison eignaðist tvö börn með fyrrverandi eiginmanni sínum, Pasquale Rotella.

mbl.is