Kröfuharður en stoltur faðir

Filippus prins með Karl Bretaprins í fanginu og Elísabet drottning …
Filippus prins með Karl Bretaprins í fanginu og Elísabet drottning með Önnu í fanginu. Myndin var tekin 1. janúar 1952. AFP

Filippus prins var mikill fjölskyldumaður þrátt fyrir að samband hans við elsta soninn, Karl Bretaprins, hafi verið stormasamt. Filippus prins lést í gær en hann eignaðist fjögur börn með eftirlifandi eiginkonu sinni, Elísabetu Bretadrottningu. 

Prinsinn gat verið hryssingslegur auk þess sem hann neitaði að sýna tilfinningar á almannafæri. Hann var þó stoltur faðir. Í tilefni af gullbrúðkaupi hans og Elísabetar árið 1997 sagði hann öll börnin sín hafa staðið sig frekar vel þrátt fyrir erfiðar aðstæður að því er fram kemur á vef The Guardian. 

Filippus var stoltur faðir barna sinna.
Filippus var stoltur faðir barna sinna. AFP

Mikið hefur verið fjallað um erfitt samband hans við Karl Bretaprins. Fram kom í ævisögu Karls eftir Jonathan Dimbleby að samband þeirra hefði verið erfitt og feðgarnir væru mjög ólíkir.

Filippus var mikill keppnismaður og leið vel í heimavistarskólanum Gordonstoun í Skotlandi. Hann fór fram á að Karl gengi einnig í skólann en Karli leið illa í skólanum fjarri foreldrum sínum enda töluvert mýkri maður en faðir hans. Karl er einnig sagður hafa hræðst föður sinn á sínum yngri árum. Anna prinsessa, næstelsta barn Filippusar og Elísabetar, er aftur á móti sögð vera það barn sem líkist helst föður sínum.  

Filippus og Elísabet árið 1960 með þremur elstu börnum sínum …
Filippus og Elísabet árið 1960 með þremur elstu börnum sínum í sumarfríi í Balmoral-kastala í Skotlandi. AFP

Filippus og Elísa­bet II voru gift í rúm 73 ár. Þau eignuðust fjög­ur börn, Karl, Önnu, Andrés og Ját­v­arð. Þau eiga átta barna­börn og 10 barna­barna­börn og eitt á leiðinni.

Filippus á tíu barnabörn. Hér sést hann í jarðarför Díönu …
Filippus á tíu barnabörn. Hér sést hann í jarðarför Díönu prinsessu árið 1997. Sonarsynirnir Vilhjálmur og Harry eru á myndinni. AFP
Filippus sést hér skoða barnabarnabarnið sitt Archie litla, son Harry …
Filippus sést hér skoða barnabarnabarnið sitt Archie litla, son Harry Bretaprins og Meghan hertogaynju af Sussex. Á myndini er einnig Harry og Meghan, Elísabet Bretadrottning og Doria Ragland móðir Meghan. AFPmbl.is