Lukkuleg með prinsana sína

Hin sænska Sofia prinsessa er ánægð með prinsana sína.
Hin sænska Sofia prinsessa er ánægð með prinsana sína.

Hinir nýbökuðu foreldrar Soffía prinsessa og Karl Filip Svíaprins þakka fyrir heillaóskir vegna fæðingar þriðja sonarins Júlíans og birta mynd af honum í fangi bræðra sinna.

„Lífið gaf mér ekki bara einn heldur fjóra fallega prinsa. Kærar þakkir fyrir kveðjurnar vegna fæðingar Júlíans,“ skrifar Soffía prinsessa við myndina sem hjónin birtu á instagramreikningi sínum.

Júlí­an Herbert Folke kom í heim­inn 26. mars, vó 3,2 kíló og var 49 sentí­metra lang­ur. Fyr­ir eiga hjón­in Gabrí­el og Al­ex­and­er sem eru fimm og þriggja ára. 


View this post on Instagram

A post shared by Prinsparet (@prinsparet)mbl.is