Á forsíðunni alveg eins og mamma

Heidi Klum á forsíðu Glamour fyrir 20 árum og Leni …
Heidi Klum á forsíðu Glamour fyrir 20 árum og Leni Klum á 20 ára afmælisútgáfu Glamour í dag.

Hin 16 ára gamla Leni Klum, dóttir fyrirsætunnar Heidi Klum, prýðir nú forsíðu tímaritsins Glamour í Þýskalandi. Útgáfan er 20 ára afmælisútgáfa tímaritsins en Klum sjálf prýddi fyrstu forsíðu þess í Þýskalandi. 

Leni hóf fyrirsætuferil sinn í desember á síðasta ári en hún verður 17 ára á þessu ári. Þá sat hún fyrir á forsíðu þýska Vogue ásamt Klum og voru þær klæddar í stíl. 

„20 ára afmælisforsíða eftir Kristian Schuller. Þakkir til allra sem gerðu mína fyrstu forsíðu svona einstaka. Það er heiður að deila þessu með mömmu minni, Heidi Klum, sem var fyrsta forsíðustúlka Glamour í Þýskalandi,“ skrifaði Leni.

View this post on Instagram

A post shared by Leni Olumi Klum (@leniklum)

View this post on Instagram

A post shared by Leni Olumi Klum (@leniklum)mbl.is