Ánægð með barnleysið

Allison Janney á ekki barn.
Allison Janney á ekki barn. AFP

Óskarsverðlaunaleikkonan Allison Janney er 61 árs og hefur hvorki eignast barn né gengið í hjónaband. Janney sér ekki eftir því að hafa ekki eignast barn en útilokar ekki að finna ástina aftur. 

„Ef ég hefði fundið rétta manninn á réttum tíma sem langaði í börn hefði ég líklega eignast börn,“ sagði Janney í viðtali við Drew Barrymore. Rétti aðilinn bankaði aldrei upp á og sjálf var Janney ekki viss um að hana langaði í börn. „Ég myndi frekar vilja sjá eftir því að eignast ekki börn en að eignast börn og sjá eftir því. Ég er sátt við það.“

Janney verður 62 ára seinna á árinu og segist vera að læra betur inn á sig með aldrinum. „Ég myndi gjarnan vilja finna einhvern til þess að deila lífinu með en ef það gerist ekki þá hugsa ég að það verði allt í lagi með mig.“

Hér má sjá viðtalið við Janney. 

Allison Janney.
Allison Janney. AFP
mbl.is