Áður óséð mynd af Georg og Filippusi

Filippus prins og Georg prins árið 2015. Myndina tók Katrín …
Filippus prins og Georg prins árið 2015. Myndina tók Katrín hertogaynja af Sussex. Ljósmynd/Kensington-höll

Vilhjálmur Bretaprins minntist afa síns með fallegum minningarorðum í dag, mánudag. Með minningarorðunum birti hann áður óbirta mynd af elsta barni sínu, Georg prins, og Filippusi prins á hestvagni. 

Katrín hertogaynja af Cambridge, eiginkona Vilhjálms, tók myndina af syni sínum og langafa hans árið 2015 í Norfolk á Englandi. Georg var tveggja ára en hann er fæddur í júlí árið 2013. 

Vilhjálmur er þakklátur fyrir það að börnin hans fengu að kynnast langafa sínum. Hann er þakklátur fyrir þær minningar sem börnin hans sköpuðu Filippusi þegar hann kom og sótti þau á hestvagni sínum. Á sama tíma smituðust þau af ævintýramennsku Filippusar og fengu að upplifa húmorinn hans. 

mbl.is