Í eins kjól og konurnar í fjölskyldunni

Adam Levine ásamt fjölskyldu sinni.
Adam Levine ásamt fjölskyldu sinni. Skjáskot/Instagram

Adam Levine, söngvari Maroon 5, klæddi sig upp eins og eiginkona hans og dætur á dögunum. Levine er eini karlmaðurinn í fjölskyldunni en lét ekki fyrirframákveðnar hugmyndir um hvernig karlmenn eiga að klæðast koma í veg fyrir að klæða sig í stíl við konu og börn. 

Levine birti mynd af sér og fjölskyldu sinni á Instagram en öll voru þau í síðum hippalegum kjólum. „Stelpur vilja bara hafa gaman,“ skrifaði Levine við myndina og vitnaði í textann við lagið Girls Just Want To Have Fun sem Cyndi Lauper gerði ódauðlegt árið 1983. 

Söngvarinn Adam Levine og fyrirsætan Behati Prinsloo.
Söngvarinn Adam Levine og fyrirsætan Behati Prinsloo. AFP

Levine gekk í hjónaband með namibísku ofurfyrirsætunni Behati Prinsloo sumarið 2014. Saman eiga þau dæturnar Dusty Rose og Gio Grace en þær eru fæddar árin 2016 og 2018.

View this post on Instagram

A post shared by Adam Levine (@adamlevine)

mbl.is