Kynlífið betra á meðgöngunni

Selling Sunset-stjarnan Christ­ine Quinn.
Selling Sunset-stjarnan Christ­ine Quinn. Skjáskot/Instagram

Sell­ing Sun­set-stjarn­an Christ­ine Quinn geng­ur nú með sitt fyrsta barn. Quinn skammast sín ekki fyrir að tala um kynlíf og segir meðgönguna hafa gert kynlífið betra. Quinn segir meðgöngu kraftaverk og er ekki að stressa sig á útlitinu. 

„Mér finnst kynhvötin hafa aukist,“ sagði Quinn þegar hún var spurð út í meðgönguna á vef Us Weekly. „Ég fór að leita að hlutum á Amazon, púðum og öðru sem lyfta þér. Ég skammast mín yfir höfuð ekki fyrir að tala um kynlíf.“

Quinn segist ekki vera með jafnmikla orku og áður en þrátt fyrir að vera mjög þreytt sé stundum erfitt að sofa. Quinn, sem er þekkt fyrir að hugsa mikið um útlitið, ætlar ekki að setja óþarfa pressu á sig eftir að hún eignast barnið. „Ég vil ekki setja aukaálag á mig eftir að ég eignast barnið. Ég tel þetta eitt það ótrúlegasta sem við upplifum sem konur en líka það erfiðasta fyrir líkama kvenna,“ sagði stjarnan. „Svo lengi sem ég á hamingjusamt, heilbrigt barn hef ég ekki áhyggjur af því hvernig líkami minn lítur út, af því að þegar allt kemur til alls er þetta kraftaverk.“

mbl.is