Nefndi soninn eftir látinni systur sinni

Macaulay Culkin er orðinn faðir.
Macaulay Culkin er orðinn faðir.

Barnastjarnan Macaulay Culkin og kærasta hans Brenda Song eignuðust sitt fyrsta barn þann 5. apríl síðastliðinn. Lítill drengur kom í heiminn og hefur hann fengið nafnið Dakota Song Culkin. 

Drengurinn litli heitir eftir látinni systur Culkin, Dakota Culkin, sem lést af slysförum árið 2008, 29 ára gömul. 

Parið greindi frá fæðingu sonar síns í viðtali við Esquire en þau höfðu ekki greint frá því að von væri á honum opinberlega. 

Culkin sagði frá því í viðtali á síðasta ári að þau væru að reyna og væru að æfa sig mikið. 

mbl.is