Harry Potter-stjarna á von á barni

Ashan Azad á von á barni.
Ashan Azad á von á barni. Skjáskot/Instagram

Leikkonan Afshan Azad og eiginmaður hennar Nabil Kazi eiga von á sínu fyrsta barni saman. Azad er hvað þekktust fyrir að hafa farið með hlutverk Pödmu Patil í kvikmyndunum um Harry Potter.

Azad sagði frá gleðifréttunum á Instagram á sunnudag og rigndi fallegum skilaboðum yfir þau hjónin. Aðrar Harry Potter-stjörnur eins og Bonnie Wright, Evanna Lynch og Scarlett Byrne Hefner sendu þeim heillaóskir. 

Azad lagði leiklistarferilinn til hliðar eftir Harry Potter-myndirnar og hefur unnið sem áhrifavaldur á samfélagsmiðlum undanfarin ár.

Azad gekk að eiga Kazi árið 2018.

mbl.is