Minntist látins sonar síns á afmælisdaginn

John Travolta heiðraði minningu sonar síns.
John Travolta heiðraði minningu sonar síns. AFP

Leikarinn John Travolta heiðraði minningu sonar síns Jetts Travolta sem hefði orðið 29 ára hinn 13. apríl. „Til hamingju með daginn fallegi Jett. Ég elska þig,“ skrifaði Travolta við fallega svarthvíta mynd af þeim feðgum á Instagram á þriðjudag 

Jett var elsti sonur Travolta og eiginkonu hans Kelly Preston. Hann lést í janúar árið 2009 eftir flogakast á Bahamaeyjum. Hann var 16 ára gamall. Preston féll frá í júlí á síðasta ári og er þetta því í fyrsta skipti sem Travolta heldur upp á afmælið hans án hennar. 

Systir Jetts, hin 21 árs gamla Ella, heiðraði einnig minningu bróður síns á samfélagsmiðlum þann dag og birti fallega mynd af þeim systkinunum saman. „Elska þig Jetty. Til hamingju með daginn,“ skrifaði hún.mbl.is