Baldwin saknar barnsins sem lést

Hilaria Baldwin með börnunum sínum 6.
Hilaria Baldwin með börnunum sínum 6. Skjáskot/Instagram

Hilaria Baldwin segist finna fyrir miklum söknuði í garð barnsins sem hún missti eftir 16 vikna meðgöngu.

„Það líður ekki sá dagur þar sem ég sakna ekki eldri systur þeirra, sem við misstum eftir 16 vikur. Það líður heldur ekki sá dagur sem ég þakka ekki fyrir að eiga Eduardo Pau og Maríu Luciu. Sú staðreynd að þessar tvær tilfinningar geti fyrirfundist innra með mér er ótrúleg,“ segir Baldwin á Instagram.

Baldwin ákvað að tjá sig um missinn eftir að hafa lesið um reynslu Köru Keough Bosworth sem eignaðist barn ári eftir að hafa misst son sinn í fæðingu. 

Hjónin Hilaria og Alec Baldwin vöktu mikla athygli þegar þau kynntu nýjasta fjölskyldumeðliminn Mariu Luciu í mars síðastliðnum en þau eignuðust hana með hjálp staðgöngumóður aðeins sex mánuðum eftir fæðingu sonarins Eduardos Paus.

mbl.is