Ógnvekjandi að takast á við tilfinningar

Tónlistarkonan Christina Aguilera
Tónlistarkonan Christina Aguilera Reuters

Söngkonan Christina Aguilera segir í viðtali við tímaritið Health að árin sem barnastjarna hafi verið krefjandi. 

Aguilera nýtti tímann í samkomubanninu til þess að fara yfir farinn veg. „Ég átti stórt koffort af dagbókum sem ég skrifaði í síðustu tuttugu árin. Ég gat farið yfir þær og rýnt í sjálfa mig.“

„Á vissan hátt var margt sem ég var ekki ánægð með. Það er ógnvekjandi að takast á við þær tilfinningar. Venjulega hefur maður ekki tíma til þess því maður er alltaf á fullu. Manni er hrósað fyrir að vera sífellt að en ég held að við skiljum öll að það að hafa stundir til þess að horfa inn á við og anda er mjög mikilvægt,“ segir Aguilera.

Sektarkennd ef hún vinnur ekki stöðugt

„Ég finn fyrir mikilli sektarkennd þegar ég er ekki að vinna. Mér hefur verið innrætt það síðan ég var barn. Maður er látinn skammast sín ef maður lætur deigan síga. Sem barnastjörnu er manni att gegn öðrum börnum. Sama á við um öll börnin í bransanum, þau eru alltaf á fullu að vinna. Þetta er skrítinn staður til þess að alast upp í.“

View this post on Instagram

A post shared by Christina Aguilera (@xtina)



mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert