Alltaf gengið illa að framleiða mjólk

Hilary Duff á þrjú börn.
Hilary Duff á þrjú börn. AFP

Hilary Duff, leikkona og fyrrverandi barnastjarna, eignaðist sitt þriðja barn í lok mars. Hún er ein þeirra kvenna sem hafa átt erfitt með brjóstagjöf og er ekki feimin við að deila reynslu sinni. 

Duff sagði í hlaðvarpsþættinum Informed Pregnancy að það hefði alltaf verið erfitt fyrir sig að framleiða mjólk. Duff eignaðist dótturina Mae James í mars en átti fyrir hina tveggja ára Banks og hinn níu ára gamla Luca Cruz. 

„Ég myndi segja að það hafi verið auðveldast með Luca. Öll börnin tóku brjóst vel. Ég er bara ekki mikill mjólkurframleiðandi, svo það voru miklar tilfinningar í kringum þetta,“ sagði þriggja barna móðirin að því er fram kemur á vef People. Yngsta barnið hefur enn ekki fengið stoðmjólk eins og eldri systkinin. Hún ætlar að reyna að halda því þannig í nokkrar vikur í viðbót.  

„Það er samt sársaukafullt og erfitt og jafnvel erfiðara vegna þess að ég veit að hin tvö þurfa svo mikið og það fer svo mikill tími í þetta. Það er eins og ég sé að gefa barninu brjóst á 20 mínútna fresti og ég verð að sitja á sama stað og Banks er ekki alveg nógu gömul til þess að skilja það, jafnvel þótt hún sé frábær með ungbarninu. Þetta er bara erfitt.“

Áhyggjur og kvíði vegna lítillar mjólkurframleiðslu hafa áhrif á brjóstagjöf Duff. Hún veit ekki hvort hún framleiðir lítið núna en vegna sögu sinnar hefur hún áhyggjur yfir því og hugurinn fer á flug. „Það eru ekki einu sinni þrjár vikur liðnar svo ég þarf bara að halla mér aftur, slaka á og leyfa líkamanum að gera hið rétta. Og hún er að þyngjast,“ sagði Duff. 

View this post on Instagram

A post shared by Hilary Duff (@hilaryduff)mbl.is