Ástrós Rut og Davíð eignuðust son

Davíð og Ástrós eignuðust barn á fimmtudaginn.
Davíð og Ástrós eignuðust barn á fimmtudaginn. Skjáksot/Instagram

Ástrós Rut Sig­urðardótt­ir eignaðist son með sambýlismanni sínum Davíð Erni Hjart­ar­syni á fimmtudaginn. Ástrós Rut, sem er með mikinn fjölda fylgjenda á samfélagsmiðlum, hefur talað opinskátt um hvernig það er að vera ung ekkja. Hún hefur auk þess opnað sig um hvernig það er að eiga von á barni með nýjum maka stuttu eftir lát eiginmanns síns. 

„Fallegi drengurinn okkar Davíðs kom í heiminn í gær, 15. apríl, kl. 18:05. Fæðingin tók ansi langan tíma en allt heppnaðist vel að lokum og kom vær og góður 17 marka og 52 cm drengur í heiminn,“ skrifaði Ástrós Rut á Instagram. „Við erum ástfangin upp fyrir haus af þessum dásamlega prins og hlökkum til að kynnast honum.“

Ástrós Rut missti eig­in­mann sinn Bjarka Má Sig­valda­son árið 2019 eft­ir langa bar­áttu við krabba­mein. Með Bjarka á hún dótt­ur­ina Emmu Rut. Krabba­meins­bar­átta Bjarka vakti mikla at­hygli og fóru þau Ástrós í fjölda viðtala.

Davíð á einnig eitt barn fyrir. Ástrós Rut var staðráðin í að halda áfram með lífið og þegar hún greindi frá óléttunni sagði hún alla samgleðjast þeim Davíð.

mbl.is