Ætla alls ekki að eignast fleiri börn

Amanda Seyfried.
Amanda Seyfried. AFP

Leikkonan Amanda Seyfried og eiginmaður hennar Thomas Sadoski eiga fullt í fangi með börnin sín tvö. Seyfreid og Sadoski eignuðust son í september á síðasta ári og fyrir eiga þau dótturina Ninu sem er fjögurr ára. 

„Minntu mig á að eignast ekki annað barn,“ sagði Seyfried í The Late Show With Stephen Colbert í síðustu viku. 

Colbert spurði hana þá hvort hún vildi frekar eignast barn númer þrjú eða taka upp Mamma Mia!-mynd númer þrjú. „Klárlega þriðju Mamma mia!, klárlega ekki þriðja barnið,“ sagði Seyfried. 

Seyfried hélt meðgöngunni leyndri og því kom fæðing sonarins heiminum á óvart. Hún hefur ekki enn greint opinberlega frá nafni hans.

mbl.is