Litla Cruise orðin 15 ára

Katie Holmes og Suri Cruise árið 2017. Suri er ekki …
Katie Holmes og Suri Cruise árið 2017. Suri er ekki svo lítil lengur en hún er orðin 15 ára. AFP

Stjörnubarnið Suri Cruise, dóttir leikarahjónanna fyrrverandi Katie Holmes og Tom Cruise, varð 15 ára á sunnudaginn. Holmes, sem reynir að vernda dóttur sína fyrir kastljósi fjölmiðla, birti myndir af henni í tilefni afmælisins. 

„Til hamingju með afmælið elskan! Ég elska þig,“ skrifaði Holmes við gamlar myndir sem hún birti á Instagram. „Ég trúi því ekki að þú sért orðin 15!“

Holmes er með forræði yfir Suri. Tom Cruise er ekki á samfélagsmiðlum og ekki vitað hvernig hann fagnaði fæðingardegi dóttur sinnar. Holmes og Cruise byrjuðu saman í apríl 2005. Sjö vikum seinna trúlofuðu þau sig. Ári eftir fyrsta stefnumót þeirra kom Suri í heiminn.  

Suri Cruise fagnaði afmæli sínu með nokkrum vinum í New York að því er fram kemur á vef Page Six. Hún sást gæða sér á ís með vinkonum og tók sjálfur. Suri var í gallabuxum, stuttum jakka og magabol og minnti óneitanlega á móður sína þegar hún lék í unglingaþáttunum Dawson's Creek. 

View this post on Instagram

A post shared by Katie Holmes (@katieholmes)

mbl.is