Prinsinn og prinsessan borguðu sjálf

Katrín hertogaynja skellti sér í búð með Georg og Karlottu …
Katrín hertogaynja skellti sér í búð með Georg og Karlottu á mánudaginn. AFP

Katrín hertogaynja af Cambridge er bara venjuleg mamma þrátt fyrir konungstignina. Katrín sást með tveimur eldri börnum sínum, Georg prins og Karlottu prinsessu, í skólavörubúðinni Smiggle í London á mánudaginn en skólinn þeirra byrjaði aftur eftir frí á þriðjudaginn. 

Starfsmenn búðarinnar sögðu að börnin hefðu fengið vasapening til þess að eyða í búðinni að því er fram kemur á vef Hello. Börnin þurftu að passa að eyða ekki meira en þau höfðu ráð á. Haft var orð á því að börnin væru bara venjuleg vel upp alin börn og Katrín bara venjuleg móðir. 

Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Katrín sést í búðum með börnum sínum. Í fyrra sást til hennar í Sainsbury-búð nálægt sveitasetri þeirra í Norfolk. Þá var hún með öll börnin meðferðis, þau Georg, Karlottu og Lúðvík litla bróður þeirra.

Georg og Karlotta í skólabúningum sínum.
Georg og Karlotta í skólabúningum sínum. AFP
mbl.is