Biel og Timberlake sofa ekki

Jessica Biel og Justin Timberlake eiga þriggja ára son.
Jessica Biel og Justin Timberlake eiga þriggja ára son. AFP

Hjónin Jessica Biel og Justin Timberlake eignuðust annað barn sitt síðasta sumar. Biel sagði í þætti Ellenar DeGeneres að það væri mjög erfitt en um leið yndislegt. Yngra barn þeirra er að taka tennur og því lítið um svefn. 

„Eitt er mikið og tvö eru þúsund,“ sagði vinkona Biel. Leikonan er alveg sammála vitru vinkonu sinni og segir erfitt að eiga tvö börn en mjög skemmtilegt. 

Biel segir að það sofi enginn á hennar heimili vegna barnsins. Það skánaði á tímabili eftir að þau fóru í svefnþjálfun en nú er yngri sonurinn að taka tennur með tilheyrandi gráti. 

„Það er svo erfitt að láta þau gráta, jafnvel bara í nokkrar mínútur,“ sagði Biel um svefnþjálfunina og segir þau vera öruggari með sig en þegar eldri sonur þeirra var yngri. „Við fylgdum þessu aldrei alveg eftir með Silas. Ég held að það sé vegna þess að hann var fyrsta barnið, við vorum stressuð, við höfðum það ekki í okkur. Núna er þetta bara jájájá, það verður í lagi með þig.“

mbl.is