„Rassskellingar hafa sömu áhrif og barsmíðar í hjónabandi“

Eva Mendes á tvö börn með leikaranum Ryan Gosling.
Eva Mendes á tvö börn með leikaranum Ryan Gosling. mbl.is/AFP

Leikkonan Eva Mendes er snjöll í að ná athygli fylgjenda sína með mál sem henni eru hugleikin. Nýverið setti hún fallega mynd af sér á Instagram í uppáhaldskjólnum sínum á rauða dreglinum sem er fallegur kjóll frá tískuhúsinu Versace.

Þegar færslan er skoðuð betur þá segist Mendes að hún fái oft spurninguna um uppáhaldskjólinn sinn en sjaldnar spurningu um uppáhaldsorðtakið sinn um barnauppeldi.

Uppáhaldsorðtakið hennar er:

„Rassskellingar hafa sömu áhrif á þroska barns og barsmíðar á hjónaband.“

Mendes á tvær dætur með unnusta sínum, leikaranum Ryan Gosling. Dæturnar heita Esmeralda Amada og Amada Lee. 

Fylgjendur hennar voru snöggir upp á lagið að svara henni og voru margir sammála Mendes um uppeldi.

Einn fylgjendanna skrifaði:

„Ég er sammála. Í hvert skipti sem ég var öguð á þennan hátt sem barn varð ég hrædd og upplifði mikla skömm. Það lagaði ekki hegðunina. Ég myndi aldrei rassskella börnin mín til að kenna þeim eitthvað og setja þannig sársauka á þau.“

Það voru hins vegar þó nokkrir einstaklingar sem voru ósammála og skrifaði einn fylgjandi hennar: 

„Það er fáránlegt að horfa upp á foreldra aga börnin sín í dag. Líkt og foreldrarnir séu að biðja um leyfi hjá börnunum, sem vita ekkert um lífið! Við foreldrar erum ábyrg fyrir því að kenna börnum okkar ást, virðingu og vinsemd. Rassskelling skemmir ekki börn nema hún sé í gangi stöðugt. Mamma gaf mér eina viðvörun, aðra og ef ég sýndi ekki virðingu var ég rassskellt. Fyrirgefðu mamma! Ég elska foreldra mína og þakka þeim hver ég er í dag!“

Sum svörin voru persónuleg árás á Mendes og hljóðaði eitt þeirra svona:

„Ég get ekki beðið eftir því að eitthvert barna hennar endi eins og flest börn í Hollywood enda þar sem þau halda að lögin eigi ekki við þau vegna þess að þau voru ekki látin læra að hlýða heldur tekin úr aðstæðum og spurð hvernig þeim liði þegar þau gerðu eitthvað rangt. Það að eitthvað hafi afleiðingar kennir börnum að halda sig á mottunni. Það kennir þeim að hugsa um afleiðingarnar jafn mikið og það sem þau voru að gera. „Mjúkt“ uppeldi er ekki í boði. Okkar hlutverk sem foreldrar er að kenna muninn á réttu og röngu.“

Mendes svarar fylgjendum sínum með virðingu þar sem hún segir að allar skoðanir eigi rétt á sér og stundum sé gott að vera sammála um að vera ósammála.

View this post on Instagram

A post shared by Eva Mendes (@evamendes)

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert