Daði Freyr og Árný eiga von á barni

Daði Freyr Pétursson.
Daði Freyr Pétursson. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Eurovisionhjónin Daði Freyr Pétursson og Árný Fjóla Ásmundsdóttir eiga von á öðru barni sínu. Árný greindi frá því á Instagram í dag að hún væri komin 20 vikur á leið. Fyrir eiga þau tveggja ára dóttur. 

Árný tilkynnti að von væri á barninu með því að birta sumarlegar myndir af sér við Reykjavíkurtjörn auk þess að birta sónarmynd. 

„Ást okkar finnur sér nýjar leiðir til þess að vaxa,“ skrifaði Árný. Hjónin taka þátt í Eurovision fyrir hönd Íslands í Rotterdam í maí. Daði og Árný eiga marga aðdáendur í tengslum við Eurovision, bæði innlenda og erlenda, og hafa þeir óskað hjónunum til hamingju. 

mbl.is