Páll Magnús og Anna Ýr eignuðust dóttur

Páll Magnús Pálsson og Anna Ýr Johnson Hrafnsdóttir.
Páll Magnús Pálsson og Anna Ýr Johnson Hrafnsdóttir.

Anna Ýr John­son lög­fræðinemi og Páll Magnús Páls­son vara­formaður SUS eignuðust sitt fyrsta barn saman í síðustu viku. Foreldrarnir greindu frá komu barnsins á samfélagsmiðlum. Dóttir þeirra kom í heiminn hinn 21. apríl.

Anna Ýr og Páll Magnús eru ungt fólk á uppleið en þau eiga það sameiginlegt að eiga áberandi foreldra. Anna Ýr er dótt­ir Ágústu John­son fram­kvæmda­stjóra Hreyf­ing­ar og er stjúp­faðir henn­ar Guðlaug­ur Þór Þórðar­son ut­an­rík­is­ráðherra. Faðir Páls Magnús­ar er Páll Magnús­son þingmaður. 

Barna­vef­ur­inn ósk­ar Önnu og Páli til ham­ingju með erf­ingj­ann! 

mbl.is