Eignaðist barn í leyni í janúar

Natalie Dormer eignaðist sitt fyrsta barn í janúar.
Natalie Dormer eignaðist sitt fyrsta barn í janúar. CHRIS RATCLIFFE

Game of Thrones-stjarnan Natalie Dormer og sambýlismaður hennar David Oakes eignuðust sitt fyrsta barn í janúar. Þessu greindi Dormer frá í hlaðvarpinu That's After Life í gær. 

Dormer hafði ekki greint frá því að von væri á barninu og því komu fréttirnar á óvart. „Þetta er hin fullkomna iðja í heimsfaraldri, að verða ólétt og eignast barn. Mér líður eins og ég sé algjör klisja. Hún mun örugglega sitja á bar eftir 30 ár og hugsa „Jess, ég er Covid-barn“,“ sagði Dormer. 

Dormer segir að á þeim 12 vikum sem dóttir hennar hefur verið í heiminum hafi hún breytt sýn sinni á lífið. 

„Hún er bara þriggja mánaða og er algjör gleðisprengja, en ég mun aldrei aftur kvarta yfir löngum tökum því svefnleysið er eitthvað annnað,“ sagði Dormer. 

Hún bætti við að hún stefndi að því að snúa aftur til vinnu fljótlega, vonandi í leikhúsi, þannig að hún geti verið í London nálægt heimilinu. 

„Ég held mér muni finnast það mjög erfitt samt,“ sagði Dormer.

mbl.is