Orðinn þreyttur á Baby Shark

Ryan Reynolds.
Ryan Reynolds. AFP

Yngsta dóttir leikarahjónanna Ryans Reynolds og Blake Lively er heltekin af laginu Baby Shark eins og mörg börn á hennar aldri. Reynolds virðist vera orðinn þreyttur á æðinu á heimilinu en virðist vera kominn með hina fullkomnu lausn.

„Eins árs dóttir mín er heltekin af Baby Shark. Allan daginn. Alla daga. Og það er aðeins ein leið til að laga þetta,“ skrifaði Reynolds á Twitter. Með færslunni birti hann mynd af kvikmyndinni The Shallows sem eiginkona hans Lively fór með aðalhlutverkið í. 

Í kvikmyndinni verður Lively fyrir árás hákarls þegar hún fer á brimbretti.

mbl.is