Stressuð þegar Schw­arzenegger tekur barnið

Arnold Schwarzenegger er afi.
Arnold Schwarzenegger er afi. AFP

Vöðvatröllið Arnold Schw­arzenegger varð afi í ágúst í fyrra þegar dóttir hans, rithöfundurinn Kat­her­ine Schw­arzenegger, eignaðist dótturina Lylu með leikaranum Chris Pratt. Tortímandinn er ánægður í afahlutverkinu en leyfir dóttur sinni að skipta á bleyjum. 

Hinn 73 ára gamli Schw­arzenegger var spurður hvort hann tæki að sér að passa og skipta á bleyjum í þætti spjallþáttastjórnandans Jimmys Kimmels á dögunum. 

„Ég gerði þetta allt þegar ég var með börn. Þegar börnin mín voru lítil tók ég þátt í því og það var mjög skemmtilegt. En ég hef aldrei skipt um bleyju á Lylu,“ sagði vöðvatröllið. 

Nýbakaði afinn segir að dóttir hans verði mjög stressuð þegar hann reynir að halda á afastelpunni sinni. „Hættu nú Katherine, ég hef haldið á mörgum börn. Ég veit nákvæmlega hvað ég er að gera. Ég er sérfræðingur,“ segir afinn við dóttur sína sem verður samt mjög stressuð. Schw­arzenegger segir það líklega eðlilegt. 

Katherine Schwarzenegger og Chris Pratt.
Katherine Schwarzenegger og Chris Pratt. AFP

Smáhestar Schw­arzeneggers, Lulu og Wi­skey, hafa vakið mikla athygli í heimsfaraldrinum en vöðvatröllið er duglegt að birta myndir af þeim inni á heimili sínu. Afastelpan er búin að fara á bak á þeim báðum þrátt fyrir að vera aðeins átta mánaða. 

mbl.is