Jay-Z opnar sig um foreldrahlutverkið

Beyonce of Jay Z eiga þrjú börn saman.
Beyonce of Jay Z eiga þrjú börn saman. AFP

Jay-Z opnaði sig um foreldrahlutverkið í viðtali við Sunday Times. Hann og Beyoncé eiga saman þrjú börn, hina níu ára Blue Ivy og þriggja ára tvíbura, Rumi og Sir.

„Að finna að þau eru elskuð er eitt það mikilvægasta fyrir börn,“ sagði rapparinn sem leggur áherslu á að börnin finni ekki fyrir þrýstingi um að feta í fótspor foreldranna.

„Hvað ef barnið mitt vill ekki vera í tónlist eða íþróttum? Ég hef ekki hugmynd en svo lengi sem barn finnur fyrir stuðningi og ást, þá er allt mögulegt.

Markmiðið er að tryggja ástríkt umhverfi og vera vakandi fyrir því sem þau vilja vera. Það er auðvelt fyrir okkur sem manneskjur að vilja að börnin geri vissa hluti, en við höfum bara enga hugmynd. Við eigum bara að vera til leiðsagnar,“ sagði Jay-Z.

View this post on Instagram

A post shared by Beyoncé (@beyonce)mbl.is