Ætlar að láta synina horfa á þættina sína í jarðarförinni

Patricia Heaton ætlar að láta syni sína horfa á þættina …
Patricia Heaton ætlar að láta syni sína horfa á þættina sína í jarðarförinni sinni. Skjáskot/Instagram

Everybody Loves Raymond-leikkonan Patricia Heaton ætlar að láta syni sína horfa á þættina í jarðarförinni sinni. 

„Ég ætla að láta þá sitja í jarðarförinni minni og horfa á níu ár af Raymond. Þetta verður lengsta jarðarför í heiminum og þeir munu horfa á þættina, fjandinn hafi það,“ sagði Heaton í viðtali við Us Weekly.

Heaton á þrjá syni með eiginmanni sínum David Hunt og eru þeir allir komnir á þrítugsaldur en hafa ekki horft á Everybody Loves Raymond. 

„Við horfðum á Sopranos, allar seríurnar, og allar Veep. Þannig að Julia Louis Dreyfus náði athygli sona minna,“ sagði Heaton. 

Heaton er hvað þekktust fyrir að fara með hlutverk í Everybody Loves Raymond sem voru sýndir á árunum 1996 til 2005. „Þeir voru allir svo litlir þegar ég var í Raymond, þannig að þeir voru ekki nógu gamlir þá,“ sagði Heaton.

mbl.is