Ekki gott að baða börn á hverjum degi

Öllum finnst gott að fara í bað endrum og eins.
Öllum finnst gott að fara í bað endrum og eins. Unsplash.com/Kyle Nieber

Öll viljum við hafa börnin hrein og fín en læknar hafa þó varað við of mikilli böðun ungbarna.

Að þrífa húðina með sápu getur ert húðina og gert hana viðkvæmari fyrir ýmsum húðvandamálum eins og til dæmis exemi.

Hay segir að það þurfi að huga að ýmsum þáttum þegar ákvarða á hversu oft barn þarf að fara í bað. Það fari til dæmis eftir loftslaginu, hversu skítug þau verða á daginn og hvernig húðgerð þeirra sé. Á veturna er húðin þurrari, sem þýðir að við ættum að vera stutt í baði og nota litla eða enga sápu.

„Öll skítug börn þurfa eðlilega að þrífa sig. Mikil óhreinindi hafa áhrif á húðina og geta leitt til sýkinga. Þau börn sem eru með viðkvæma húð ættu að fara sjaldnar í bað en þau sem eru það ekki. Foreldrar ættu að hafa opin augun fyrir hvernig húð barnanna bregst við böðun. Þá á að forðast að nota sápu og nota góða olíu á húðina eftir böðun frekar en krem.“

mbl.is