Barnamenningarhátíð heldur áfram í dag

Barnamenningarhátíð í Reykjavík heldur áfram í dag með nokkrum viðburðum sem væri gaman að skoða með börnunum á þessum fallega degi.

Við Austurvöll verður útiþrautaleikur um Alþingishúsið og umhverfi þess, þar sem börn og fjölskyldur þeirra geta spreytt sig á ýmsum spurningum og þrautum. Þrautaleikinn má nálgast í Ráðhúsi Reykjavíkur eða með niðurhali hér.

Brynjar Gauti

Í Gerðubergi sýnir þýska myndlistarkonan Moki verk sitt Mýrlendi, sem byggist á myndasögu hennar, Sumpfland. Á sýningunni vakna persónur úr sögu hennar til lífs og áhorfandinn fær að upplifa framandi landslag hins ímyndaða heims. Hér má sjá stutta hreyfimynd af verkinu.mbl.is