Meghan gefur út barnabók

Meghan Markle og Harry Bretaprins.
Meghan Markle og Harry Bretaprins. AFP

Meghan hertogaynja af Sussex gefur út sína fyrstu barnabók 8. júní næstkomandi. Bókin fjallar um samband feðga frá sjónarhóli móður. Meghan sækir innblástur í eigið fjölskyldulíf fyrir bókina.

Bókin ber titilinn The Bench og er gefin út af Random Hous Children's Books. Christian Robinson myndskreytir. Meghan mun einnig lesa inn hljóðbókarútgáfu.

„The Bench byrjaði sem ljóð sem ég skrifaði til eiginmanns míns fyrir fyrsta feðradaginn, um mánuði eftir að Archie fæddist. Þetta ljóð varð að þessari sögu,“ sagði Meghan í tilkynningu. Hún vonast til þess að allar fjölskyldur geti speglað sig í sögunni, sama hvernig þær eru samsettar.

The Bench kemur út 8. júní.
The Bench kemur út 8. júní. Ljósmynd/Random House
mbl.is