Gríma og Skúli eiga von á öðru barni

Skúli Mogensen og Gríma Björg Thorarensen.
Skúli Mogensen og Gríma Björg Thorarensen. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Gríma Björg Thorarensen innanhússhönnuður og Skúli Mogensen, fyrrverandi forstjóri WOW Air, eiga von á öðru barni sínu. Gríma sagði frá gleðifréttunum í dag. 

Þetta er annað barn þeirra Grímu og Skúla en fyrir eiga þau soninn Jaka. Jaki litli fagnaði eins árs afmæli sínu í dag og því ríkir tvöföld hamingja á heimilinu. Von er á litla krílinu í september. 

Barnavefurinn óskar fjölskyldunni innilega til hamingju!

mbl.is