Fyrstu þríburarnir á Íslandi í fjögur ár

Þríburarnir komu í heiminn fyrsta apríl síðastliðinn.
Þríburarnir komu í heiminn fyrsta apríl síðastliðinn.

Þann fyrsta apríl eignuðust Hanna Björk Hilmarsdóttir og Arnar Long Jóhannesson fyrstu þríburana á Íslandi í fjögur ár. Foreldrarnir fengu vöggugjöf frá Lyfju en fyrirtækið hefur gefið 2000 nýbökuðum foreldrum vöggugjafir. Vöggugjöfin inniheldur ýmsar mikilvægar vörur og tilboð fyrir foreldra og ungabörn sem koma sér vel á fyrstu mánuðunum eftir fæðingu. Hanna Björk segir að vöggugjöfin komi í góðar þarfir og sé vel þegin.  

„Nú eftir fæðinguna tökumst við á við krefjandi verkefni að hlúa vel að nýfæddum börnunum okkar þremur. Allt er vel þegið til að létta lífið og kom gjöfin sér svo sannarlega vel,“ segir Hanna Björk Hilmarsdóttir. 

Óska þurfti sérstaklega eftir að fá vöggugjöf Lyfju og á nokkrum dögum kláruðust þær allar.

„Starfsfólk Lyfju er fyrst og fremst þakklátt fyrir stórkostlegar viðtökur við vöggugjöfinni og það gleður okkur mikið að geta aðstoðað nýbakaða og verðandi foreldra á þessum einstaka og skemmtilega tímabili í lífi þeirra. Við erum þessa dagana að afhenda vöggugjafirnar í verslunum Lyfju um land allt til þeirra 2000 heimila sem fengu úthlutað“, segir Sigurlaug Gissurardóttir, verkefnastjóri vöggugjafarinnar og vefstjóri hjá Lyfju. 

Til að gæta ítrasta hreinlætis voru vörurnar pakkaðar inn í pappaöskju með örverueyðandi lakki sem á sér engar hliðstæðu. Þegar lakkið kemst í snertingu við ljós og súrefni þá hverfur 99,99% af þeim bakteríum, veirum og sveppum sem kunna að hafa verið á prentfletinum. Með því að nota þetta nýja lakk þá rofnar smitkeðjan ef smitaður einstaklingur kynni að hafa meðhöndlað gjafaöskjuna.     

Þríburaforeldrarnir Hanna Björk Hilmarsdóttir og Arnar Long Jóhannesson ásamt Sigurlaugu …
Þríburaforeldrarnir Hanna Björk Hilmarsdóttir og Arnar Long Jóhannesson ásamt Sigurlaugu Gissurardóttur verkefnastjóra vöggugjafarinnar og vefstjóra hjá Lyfju. Í vöggugjöfinni er peli, snuð, tíðarvörur, krem, tannbursti og naghringur, saltvatn fyrir stífluð nef, brjóstaáburður, góðgerlar, járn, frystipokar fyrir brjóstamjólk og bossavendill.
mbl.is