Logandi hrædd þegar hún varð móðir

Leikkonan Drew Barrymore.
Leikkonan Drew Barrymore. AFP

Það var ýmislegt sem kom leikkonunni Drew Barrymore á óvart þegar hún varð móðir í fyrsta sinn. Leikkonan segist hafa upplifað mikla þreytu, verið hrædd og stressuð. 

„Ég hélt að þetta yrði rómantískara og meira kósí, í staðinn var ég bara logandi hrædd. Ég var svo illa sofin, ég gat ekki borðað, ég var alltaf stressuð þannig að ég var ekki undirbúin fyrir það,“ sagði leikkonan í þætti sínum á Entertainment Tonight. Barrymore svaraði spurningum áhorfenda í þættinum. 

„Mér leið eins og ég væri ein í þessu þannig að ef það eru mömmur þarna úti sem líður þannig í byrjun; þið eru ekki einar, mér leið svona líka. Og til allra mæðra sem leið venjulega og að þær gætu þetta; þið eruð ofurhetjur! Ég vildi óska þess að ég væri eins og þið.“

Barrymore á dæturnar Olive og Frankie með fyrrverandi eiginmanni sínum Will Kopelman. 

Annar áhorfandi spurði hana hvort hún fyndi fyrir miklu samviskubiti þegar hún tæki frá tíma fyrir sjálfa sig. 

„Ég er góð í að troða inn tíma fyrir sjálfa mig þegar þær eru uppteknar. Það hjálpar samviskubitinu. Eins og þegar þær eru í skólanum eða að leika við vini sína, þannig fæ ég ekki samviskubit,“ sagði Barrymore en dætur hennar eru 7 og 8 ára. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert