Fjölgun í fjölmennustu fjölskyldu Bretlands

Radford-fjölskyldan.
Radford-fjölskyldan. Ljósmynd/Instagram

Fjölmennasta fjölskylda Bretlands er við það að verða enn stærri. Hjón­in Sue og Noel Radford, sem eiga 22 börn saman, eiga þó ekki von á barni heldur eiga þau von á sjöunda barnabarninu. 

Er það elsti sonur hjónanna, Chris, 31 árs, sem á von á barni í september. Fyrir á hann tvö börn að því er fram kemur á vef The Sun. Hann á því töluvert langt í land með að ná barnafjölda foreldra sinna.

Radford-hjónin hafa verið í heimsfréttunum um tíma en þau eignuðust sitt 22. barn fyrir rétt rúmu ári. Það verður að teljast ólíklegt að þau eignist fleiri börn en þau eru orðin 46 og 50 ára. Barnabörnunum á þó líklega eftir að fjölga töluvert og stækka fjölskylduna enn frekar. 

Sue Radford eignaðist fyrsta barnið þegar hún var 14 ára og hef­ur hún verið ólétt í 800 vik­ur af lífi sínu eft­ir 22 meðgöng­ur. Eft­ir ní­unda barnið fór Noel Radford í ófrjó­sem­isaðgerð en stuttu seinna létu þau virkja hann aft­ur með góðum árangri.

mbl.is