Íslenskar stjörnur fögnuðu móðurhlutverkinu

Mæður voru í aðalhlutverki á samfélagsmiðlum íslenskra stjarna á sunnudaginn.
Mæður voru í aðalhlutverki á samfélagsmiðlum íslenskra stjarna á sunnudaginn. Samsett mynd

Mæðradagurinn var haldinn hátíðlegur hjá mæðrum og börnum víða um heim í gær, sunnudaginn 9. apríl. Íslenskar stjörnur kepptust við að birta myndir af mæðrum sínum með fallegum texta. Sumar stjörnurnar þökkuðu líka fyrir móðurhlutverkið og afkvæmi.  

Crossfitstjarnan Katrín Tanja Davíðsdóttir birti mynd af sér og móður sinni. Sagði hún móður sína alltaf vera til staðar fyrir sig sama hvernig verðlaunapeningurinn væri á litinn. 

Elísabet Gunnarsdóttir bloggari á Trendnet birti myndir af sér og börnum sínum og sagðist elska að vera mamma þeirra. 

Vöðvatröllið Hafþór Júlíus Björnsson birti mynd af fjölskyldu sinni og óskaði eiginkonu sinni, móður sinni og öðrum mæðrum til hamingju með daginn. 

Tónlistarkonan Þórunn Antonía Magnúsdóttir sagði móður sína vera góða mömmu og dásamlega ömmu. Sjálf á Þórunn Antonía tvö börn. 

Listakonan Ellý Ármanns birti gamla mynd af sér í fangi móður sinnar. Sagði hún móður sína hafa gefið sér styrkinn og hugrekkið og þakkaði henni fyrir að standa með sér.

Bardagakappinn Gunnar Nelson birti gamlar og nýjar myndir af fjölskyldu sinni og óskaði mæðrum til hamingju með mæðradaginn. 

View this post on Instagram

A post shared by Gunnar Nelson (@gunninelson)

Crossfitstjarnan Annie Mist Þórisdóttir varð móðir í fyrsta sinn í fyrra. Hún talaði fallega um dóttur sína en hrósaði um leið móður sinni. 

Áhrifavaldurinn Camilla Rut er þakklát fyrir drengina sína. Hún hélt því til haga að hún ætti þennan dag. 

View this post on Instagram

A post shared by CAMY (@camillarut)

Einkaþjálfarinn Alexandra Sif Nikulásdóttir eignaðist sitt fyrsta barn í fyrra og fagnaði fyrsta mæðradegi sínum sem móðir á sunnudaginn. 

Tónlistarmaðurinn Jón Jónsson sagði að eiginkona hans, Hafdís Björk Jónsdóttir, væri ofurmamma. Saman eiga hjónin þrjú börn.

mbl.is