Sara Björk komin með kúlu

Sara Björk birti bumbumynd af sér á Instagram-síðu sinni.
Sara Björk birti bumbumynd af sér á Instagram-síðu sinni. Skjáskot/Instagram

Knattspyrnustjarnan Sara Björk Gunnarsdóttir á von á sínu fyrsta barni með kærasta sínum, knattspyrnukappanum Árna Vilhjálmssyni. Aðeins er byrjað er að sjá á Söru og hefur hún verið dugleg að sýna ört stækkandi bumbuna á Instagram. 

Í dag birti Sara Björk speglasjálfu þar sem litla kúlan var í forgrunni. Góð mynd segir meira en mörg orð og það á við í þessu tilfelli. Sara Björk birti bara nokkur lyndistákn og er hæstánægð með lífið sem vex og dafnar innra með henni. 

Sara Björk, sem er landsliðsfyr­irliði Íslands í knatt­spyrnu og leikur með franska liðinu Lyon, greindi frá því í apríl að hún ætti von á barni í nóvember. 

mbl.is