Leitin að næstu Emil og Ídu hafin

Brynhildur Guðjónsdóttir er leikhússtjóri í Borgarleikhúsinu.
Brynhildur Guðjónsdóttir er leikhússtjóri í Borgarleikhúsinu. mbl.is/Arnþór Birkisson

Borgarleikhúsið leitar að krökkum á aldrinum átta til 12 ára til þess að fara með hlutverk Emils og Ídu í sýningunni Emil í Kattholti eftir Astrid Lindgren. Sýningin verður frumsýnd á stóra sviði Borgarleikhússins næsta vetur. 

Skráning er í prufur til og með 13. maí. Fram kemur í tilkynningu frá Borgarleikhúsinu að börnin þurfi að syngja lag og taka þátt í leiklistarverkefnum í prufunum. Áætlað er að æfingar á Emil í Kattholti hefjist snemma í haust 2021. 

Margar íslenskar stjörnur hófu ferilinn í barnaleikritum á borð við Emil í Kattholti. Leikkonan Aníta Briem byrjaði til dæmis sem Ída í Emil í Kattholti í Þjóðleikhúsinu.

Emil í Kattholti fer á svið næsta vetur í Borgarleikhúsinu.
Emil í Kattholti fer á svið næsta vetur í Borgarleikhúsinu. mbl.is/Eggert
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert