Hélt að Aniston væri mamma sín

Jennifer Aniston og Lisa Kudrow.
Jennifer Aniston og Lisa Kudrow. Samsett mynd

Sonur Lisu Kudrow úr Vinum var svo mikið í vinnunni með mömmu sinni að hann hélt að leikkonan Jennifer Aniston væri mamma sín. Kudrow greindi frá þessum misskilningi í spjallþætti Conans O'Brians.

„Hann varð svolítið ruglaður, ég veit að hann var mjög upptekinn af Jen Aniston,“ sagði O'Brian og Kudrow reyndi ekki að fela það hversu náið og gott samband sonur hennar átti við Aniston. 

„Hann hljóp í fangið á henni. Hún er yndisleg og það var eðlilegt,“ sagði Kudrow sem fannst það bara yndislegt. Ruglingurinn varð þegar hún kveikti á sjónvarpinu heima hjá sér. „Hún var í sjónvarpinu og hann sagði: „Mamma!““

mbl.is