Geggjuð sumarnámskeið fyrir börn

Golfklúbbar bjóða upp á golfleikjanámskeið fyrir börnin í sumar.
Golfklúbbar bjóða upp á golfleikjanámskeið fyrir börnin í sumar. Friðrik Tryggvason

Skráning á sumarnámskeið fyrir börn hófst núna í apríl. Mikil aðsókn var í vinsælustu námskeiðin og voru þau fljót að fyllast þar sem færri komust að en vildu. Blaðamaður mbl.is fór á stúfana og fann nokkrar hugmyndir fyrir foreldra sem eru að leita að skemmtilegum sumarnámskeiðum fyrir börnin.

Klifið - Sumarnámskeið

Klifið er framsækið fræðslusetur og markmið þess er að virkja sköpunarkraft og ímyndunarafl hvers og eins. Klifið býður upp á fjölbreytt og skapandi námskeið fyrir börn. Útivist og jóga, mynd- og tónlist í umhverfi, leiklist og dans, skapandi sumarteikningar, eru dæmi um námskeið sem Klifið býður börnum upp á í sumar. Smellið hér til að forvitnast nánar um Klifið.

Klifið býður upp á leiklistarnámskeið hjá Leynileikhúsinu í sumar.
Klifið býður upp á leiklistarnámskeið hjá Leynileikhúsinu í sumar. Skjáskot/Facebook

Tennisskólinn 2021

Í sumar verður boðið upp á skemmtileg tennisnámskeið fyrir alla krakka á aldrinum 5 - 13 ára. Tennis- og leikjaskólinn verður fyrir börn 5 - 8 ára og Tennisskólinn fyrir börn 9 - 13 ára. Markmið námskeiðanna er að kenna undirstöðuatriði tennisíþróttarinnar í bland við skemmtilega bolta-, hlaupa- og tennisleiki. Á hverju námskeiði er lögð áhersla á að auka hreyfiþroska barnanna og uppeldislega hollt umhverfi. Hér eru nánari upplýsingar um Tennisskólann.

Tennisíþróttin er að verða vinsælli á Íslandi.
Tennisíþróttin er að verða vinsælli á Íslandi. Skjáskot/Facebook

Dansleikjanámskeið hjá Óskandi

Dansskólinn Óskandi stendur fyrir sumarnámskeiðum í júní og júlí. Í boði verða tvenns konar námskeið. Annars vegar Dansleikjanámskeið fyrir 7 - 10 ára, þar sem áherzlan er á nútímadanslist og hafa gaman saman í gegnum skapandi leiki og spunaverkefni. Svo hins vegar Nútímadansnámskeið fyrir 10 - 12 ára, þar sem áherzlan er lögð á skapandi ferli og nemendur fá tækifæri til að skapa eigið dansverk frá grunni undir leiðsögn kennara.

Nútímadanslist í uppbyggilegu, jákvæðu og notalegu andrúmslofti hjá Óskandi.
Nútímadanslist í uppbyggilegu, jákvæðu og notalegu andrúmslofti hjá Óskandi. Skjáskot/Facebook

Sumarnámskeið Skáta

Útilífsnámskeið skátanna eru frábær afþreying fyrir börn á grunnskólaaldri. Aldursbil og dagskrá eru mismunandi á hverjum stað fyrir sig en á þessari síðu getur þú fengið upplýsingar um öll námskeið á vegum skátanna sem boðið er upp á í sumar. Börnin eru hvött til sjálfstæðis og frumkvæðis en reyndur skátaforingi er aldrei langt undan.

Eitt sinn skáti, ávallt skáti.
Eitt sinn skáti, ávallt skáti. Hjálmar S. Brynjólfsson

Golfleikjanámskeið hjá Golfklúbbinum Oddi

Markmið golfleikjanámskeiðanna er að kynna golfíþróttina fyrir börnunum og ýta undir áhuga þeirra á því að leggja stund á þessa fjölskylduvænu íþrótt. Farið verður í helstu þætti golfleiksins, allt frá púttum til upphafshögga og er kennsla gjarnan í formi golfleikja. Einnig verður lögð áhersla á að kynna helstu golfsiði og golfreglur fyrir nemendum. Forgangsatriði námskeiðana eru að þau séu skemmtileg, að börnin njóti sín og þrói jákvætt viðhorf til golfíþróttarinnar. Kennsla á námskeiðinu er í höndum PGA-kennaranna Phill Hunters og Rögnvaldar Magnússonar.

Þessar ungu stúlkur eru í hópi krakka úr 5., 6. …
Þessar ungu stúlkur eru í hópi krakka úr 5., 6. og 7. bekk í Norðlingaskóla sem fóru í golf í Grafarholti. Styrmir Kári

Sumarnámskeið Myndlistarskóla Kópavogs

Á námskeiðunum læra nemendur að teikna frá sínum reynsluheimi, með því að skoða uppgötva og upplifa, til dæmis að teikna hvort annað. Leikið með liti, börnin læra að þekkja frumlitina og fá að uppgötva blöndun þeirra með því að gera tilraunir með blöndun lita. Nemendur móta í leir eftir ýmsum aðferðum, leirinn litaður, glerjaður og síðan brenndur. Áherzla er lögð á persónulega tjáningu og sjálfstæð vinnubrögð. Farið verður aðeins í listasögu. Skoðið úrvalið hjá Myndlistarskóla Kópavogs.

Sumarnámskeið fara af stað 14. júní.
Sumarnámskeið fara af stað 14. júní. Rax / Ragnar Axelsson

Sumarsmiðjur í Reykjavík

Reykjavíkurborg hefur opnað fyrir skráningu í skemmtilegar sumarsmiðjur fyrir börn sem eru að ljúka 5. - 7. bekk. Sumarsmiðjurnar verða í boði í allt sumar og eru það frístundamiðstöðvarnar í Reykjavík hafa umsjón með smiðjunum. Úrvalið er endalaust, sverðagerð, heimsókn í Rush, kókoskúlugerð og fleira. Allar nánari upplýsingar er að finna fyrir þennan aldurshóp á frístundavefnum. Flest námskeiðin eru ókeypis.

mbl.is