Íslensk barnaföt sem kalla fram rómantík fyrri tíma

Ljósmynd/Íris Dögg Einardóttir

Vor- og sumarlína íslenska fatamerkisins, AS WE GROW, er innblásin af verkum Önnu Archer sem var meðlimur í listamannanýlendunni Skagaramálurunum á seinni hluta 19. aldar. Verk hennar hverfðust í kringum hreyfingu raunhyggjustefnu, natúralista og impressjónista og sýndu hversdagslegt líf venjulegs fólks á jarðtengdan máta.

Fötin hafa skírskotun í einangruð fiskiþorp með ósnerta náttúru að landi sem láði, líkt og skyrtur og buxur með nýtilegum vösum. Hönnunin fylgir frekar stíl en tísku og er því fatnaðurinn í línunni klassískur sem fyrr og framleiddur úr hágæðaefnum. 

Litirnir eru fengnir úr töfrum ljóssins þar sem það skín gegnum gluggann og leikur listir sínar á veggnum. Litapallettan er mjúk en þar er að finna hvítan, bleikan, gráan og ljósbláan.  Einstakan bláan lit er svo að finna á prjónuðum peysum, stuttbuxum og pólóbolum. Hörkjólar, skyrtur, buxur og kragar í ljósbleiku, bláu og hvítu „point d'Esprit“ undirstrika sögulegan og rómantískan innblástur línunnar.

Ljósmynd/Íris Dögg Einardóttir
Ljósmynd/Íris Dögg Einardóttir
Ljósmynd/Íris Dögg Einardóttir
Ljósmynd/Íris Dögg Einardóttir
Ljósmynd/Íris Dögg Einardóttir
Ljósmynd/Íris Dögg Einardóttir
Ljósmynd/Íris Dögg Einardóttir
Ljósmynd/Íris Dögg Einardóttir
Ljósmynd/Íris Dögg Einardóttir
Ljósmynd/Íris Dögg Einardóttir
Ljósmynd/Íris Dögg Einardóttir
Ljósmynd/Íris Dögg Einardóttir
Ljósmynd/Íris Dögg Einardóttir
Ljósmynd/Íris Dögg Einardóttir
Ljósmynd/Íris Dögg Einardóttir
Ljósmynd/Íris Dögg Einardóttir
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert